Wednesday 2 April 2008 photo 1/1
![]() ![]() ![]() |
Fannst sem allur máttur væri farinn,
þetta kvöld er mér hátt í minnum.
Þegar þú sagðir bless, sjáumst ekki framar,
kvöldið sem þú sleist öllum kynnum.
En ég áttaði mig ekki fyrr en seinna á því,
að nú værir þú endanlega farinn.
Genginn í burtu, litir ekki um öxl,
eftir það, er ég andlega marin.
Ásaka ekki neinn annan en mig,
enda hvílir ábyrgðin algerlega á mér.
En ég hef nú gert mér grein fyrir því,
að það eina rétta var að sleppa þér.
Þú bentir á hluti sem betur mættu fara,
hló fyrst og tók ekki mark á því.
En ég sé það nú að þetta var rétt hjá þér,
og hef nú mótað viðhorf mitt á ný.
En ég vona að þú sjáir seinna meir,
að ég á líka jákvæðar hliðar.
Ég óska að þér vegni vel í lífinu,
og finnir til innri friðar.
Það var guðs gjöf að þekkja þig,
ég mun lífsglaða drengnum ei gleyma.
Þó ég haldi áfram veginn til framtíðar,
mun ég minningarnar í hjartanu geyma.
Ég býst við að hitta þig aldrei aftur,
þó getur þú alltaf leitað til mín.
Ef eitthvað er að, og þú þarft vin,
þá mun ég koma og gæta þín.
Þetta eru síðustu orð mín til þín,
þú þú verðir þeirra aldrei vitni.
Ég mun elska þig að eilífu,
þó að vináttusamband okkar slitni.
Ég mun alltaf muna þig :'( </3
Annons